spot_img
HomeFréttirEkkert gengur hjá Jóni Arnóri og félögum í Granada

Ekkert gengur hjá Jóni Arnóri og félögum í Granada

CB Granada, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í spænsku úrvalsdeildinni tapaði sínum þriðja leik í röð í dag þegar það tapaði fyrir CAI Zaragoza 89-75. Granada hefur því ekki unnið leik á tímabilinu og situr í 16 sæti deildarinnar með 0 stig jafnt Manresa og Meridiano.

Jón Arnór skoraði 7 stig í leiknum í dag, hirti eitt frákast og varði tvö skot á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Næsti leikur Granada er gegn Caja Laboral næstkomandi laugardag, 23. október, en Caja Laboral eru í 6 sæti deildarinnar með 4 stig eftir þrjár umferðir. Það verður því á brattan að sækja fyrir Jón Arnór og félaga um næstu helgi.
Fréttir
- Auglýsing -