Það verða Eistland og Búlgaría sem mætast í einvígi um laust sæti á Eurobasket 2015, það skýrðist í dag þegar seinni undanúrslitaleikir forkeppni 1 fóru fram. Báðar þjóðirnar eru Íslendingum vel kunnar, Íslendingar rétt lágu fyrir Búlgörum á dögunum og í fyrra mættust Ísland og Eistland í A riðli forkeppni Eurobasket 2013.
Búlgarir unnu Svisslendinga nokkuð auðveldlega, á fimmtudag með 21 stig og svo með 20 í dag. Eistar hinsvegar töpuðu á fimmtudag í Hvíta Rússlandi með 6 en unnu svo 18 stiga sigur í dag.
Eistar og Búlgarir mætast svo heima og að heiman og það lið sem vinnur stærra innbyrðis kemst á Eurobasket 2015. Fyrri leikurinn er á fimmtudag.
Mynd/ : Frá leik Íslands og Búlgaríu í Laugardalshöll fyrr í sumar.