Leik Vestra og KR í 1. deild kvenna sem var á dagskrá í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Eins og sakir standa er vegurinn um Djúpið lokaður og Vegagerðin hefur gefið það út að ekki verði ráðist í frekari mokstur í dag. Leikurinn hefur verið settur á kl. 16:00 á morgun.