spot_img
HomeFréttirEins og annar leikhluti var lélegur hjá Haukum var sá þriðji frábær

Eins og annar leikhluti var lélegur hjá Haukum var sá þriðji frábær

10:34

{mosimage}
(Megan var stigahæst á Ásvöllum í gærkvöldi með 24 stig)

Haukar fengu eitt allra besta körfuknattleikslið sem hefur sést á Íslandi í heimsókn í gærkvöldi, þegar Parma Lavezzini mætti á Ásvelli. Haukastelpur töpuðu með aðeins 16 stigum á Ítalíu í fyrri leik liðanna og máttu þ.a.l. vera nokkuð bjartsýnar fyrir leikinn. Ítalska liðið var þó á annari skoðun og fljótlega sýndu ítalarnir sinn styrk og stungu af. Lokatölur 58-117 fyrir gestunum.

Ítalska liðið er mun hávaxnara og olli það Haukum miklum vandræðum. Strax frá fyrstu mínútu létu gestirnir boltann fara undir körfuna á hina frábæru og risavöxnu Dubravka Dacic, sem er 1.98 sm á hæð, skoraði hún fyrstu körfur Ítalana. Haukastelpur náðu að halda í við Ítalina í byrjun en þegar leið á 1. leikhluta juku gestirnir muninn og staðan 13-29 eftir leikhlutann.

{mosimage}

Í 2. leikhluta sáu Haukar aldrei til sólarinnar en Parma pressaði allan völlinn af miklum krafti og virtist það setja Haukastelpur útaf laginu. Þær létu boltann frá sér í gríð og erg og lið eins Parma refsar í hvert skipti þegar andstæðingurinn gerir það. Þegar leikhlutinn var búinn höfðu gestirnir skorað 40 stig gegn 5 frá Haukum og ljóst að Ítalarnir færu með sigur af hólmi.

{mosimage}

Eins og 2. leikhluti var lélegur hjá Haukum var sá þriðji frábær. Haukastelpur komu tilbúnar í seinni hálfleik og ætluðu að bjarga því sem hægt var að bjarga. Þær pressuðu allan völlinn og stálu mörgum boltum. Ítalarnir áttu fá svör við föstum varnarleik Hauka og töpuð boltanum í hendurnar á heimastúlkum oftar en einu sinni. Haukar unnu þann leikhluta og skoruðu þær 30 stig gegn 17 frá gestunum en flest öll stigin frá Ítölunum komu þegar leið á leikhlutann.

{mosimage}

Í lokaleikhlutanum dró mikið af Haukaliðinu enda hafði mikil orka farið í að minnka muninn í leikhlutanum á undan. Ítalska liðið jók muninn jafnt og þétt í leikhlutanum enda með mun fleiri góða leikmenn en Haukastelpur. Þegar leikhlutinn var allur höfðu gestirnir skorað 117 gegn 58.

Hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo stigahæst með 19 stig og Helena Sverrisdóttir var með 15.

Hjá Parma var Megan Mahoney stigahæst með 24 stig en hún lék eins og allir vita með Haukum í fyrra. Hún átti góðan leik ásamt flest öllum leikmönnum Parma.

Parma sýndi á köflum frábæran körfubolta og synd að ekki hafi fleiri körfuboltaáhugamenn komið á Ásvelli að sjá þetta lið.

Tölfræði leiksins

Texti og myndir: Stebbi@karfan.is

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -