spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaEinn besti leikmaður síðasta tímabils semur við Grindavík

Einn besti leikmaður síðasta tímabils semur við Grindavík

Grindavík hefur samið við Abby Beeman fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna.

Abby er bandarískur bakvörður sem var á mála hjá nýliðum Hamars/Þórs á síðasta tímabili, en hún var meðal bestu leikmanna deildarinnar í Bónus deild kvenna. Lið hennar, Hamar/Þór féll þó aftur úr deildinni þrátt fyrir að hafa unnið nokkra stóra sigra og komist í undanúrslit bikarkeppninnar.

Abby er annar sterkur leikmaðurinn sem Grindavík tilkynnir á síðustu dögum, en fyrr í vikunni hafði félagið tilkynnt að samið hafi verið við Emilie Hesseldal úr Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -