spot_img
HomeFréttirEinkunnir Íslands gegn Danmörku - Fullkominn Ægir

Einkunnir Íslands gegn Danmörku – Fullkominn Ægir

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Danmörku. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Tölfræði leiksins

Ægir Þór Steinarsson – 9 – Maður leiksins
Frábær í dag. Klikkaði ekki úr skoti og skilaði 17 stigum og 7 stoðsendingum. Flottur varnarlega að venju.

Elvar Friðriksson – 8
Elvar átti nokkra kafla í leiknum þar sem hann leit út fyrir að vera svo gott sem óstöðvandi. 21 stig og 8 stoðsendingar niðurstaðan hjá Elvari sem áttu heilt yfir flotta ferð til Svartfjallalands.

Kristófer Acox – 8
Virkilega góður leiku hjá Kristófer sem að sýndi heldur betur í hvað honum býr á báðum endum vallarins. Reyndi ekki erfið skot, skoraði úr sínum sniðskotum og átti frábæran leik á varnarhelmingnum. 16 stig og 9 fráköst.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 5
Ekki besti leikur Harðar. 32 mínútur spilaðar með 5 stig og var oft úr takti. Tapaði heilum 6 boltum en það var reyndar nokkuð smitandi að tapa boltanum í þessum leik. Var þó duglegur að leita að félögum sínum og var með 7 stoðsendingar.

Tryggvi Hlinason – 7
Nokkuð auðveldur dagur á skrifstofunni hjá Tryggva gegn lágvöxnu og frekar léttu dönsku liði. Danirnir áttu ekkert í Bárðdælinginn sem þurfti ekki að beita sér að fullu.

Arnar Björnsson – 6
Stóð ágætlega fyrir sínu en sýndi engin stórkostleg tilþrif í dag. Einungis tvær skottilraunir á 14 mínútum.

Ólafur Ólafsson – 6
Landsliðsþjálfarinn treystir Óla vel og maður skilur hvers vegna. Fer lítið út úr sínu hlutverki og er aldrei hræddur við mómentið. Alltaf hægt að bóka elju og dugnað.

Kristinn Pálsson – 6
Kom inná og gerði það sem maður ætlast til af honum. Hvorki meira né minna.

Kári Jónsson – 7
Mjög fínn leikur hjá Kára með 12 stig úr 8 skorum og 5 fráköst. Einn af okkar allra bestu sóknarmönnum.

Þórir Þorbjarnarson – Spilaði ekki nóg
Ragnar Nathanaelsson – Spilaði ekki nóg
Davíð Arnar Ágússon – Spilaði ekki

Fréttir
- Auglýsing -