spot_img
HomeFréttirEinkunnir Íslands gegn Danmörku - Elvar yfirburðamaður

Einkunnir Íslands gegn Danmörku – Elvar yfirburðamaður

Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Danmörku. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Tölfræði leiksins

Hörður Axel Vilhjálmsson – 7
Stýrði sóknarleik liðsins ágætlega en hans aðalsmerki eins og venjulega var vörnin. Hörður tók aukinheldur 9 fráköst sem leiddi liðið ásamt Tryggva.

Tryggvi Hlinason – 8
Frábær varnarlega. Batt vörn liðsins saman og allt liðið tók þátt í því að beina sóknarmönnum Dana að Tryggva sem lokaði teignum vel.

Elvar Már Friðriksson – 9 – Maður leiksins
Elvar var í sérflokki á vellinum í dag. 30 stig í 16 skotum sem er algerlega frábært. Eftir að hafa átt ágætis leik gegn Svartfjallalandi sýndi Elvar mátt sinn og megin. Geggjaður.

Kári Jónsson – 7
Að mati fréttaritara besti skotmaður liðsins. 3/7 með 4 stoðsendingar hjá Kára sem var alltaf hættulegur.

Kristófer Acox – 8
Kristófer var frábær á varnarhelmingi vallarins í kvöld. Breytti skotum og sendingum og var +17 á sínum mínútum. Smekklega gert.

S. Arnar Björnsson – 7
9 stig í 8 skotum og var neyðarkall liðsins þegar þess þurfti.

Ólafur Ólafsson – 7
Átti virkilega fínan leik í kvöld á báðum endum. Bjó til aukaskot með tveimur stolnum boltum og sóknarfrákasti. Skilaði sín vel og rúmlega það.

Ægir Þór Steinarsson – 7
Ægir sýndi hæfileika sína í því að gera aðra betri í kringum sig. 8 stig í 4 skotum og 7 stoðsendingar að auki.

Kristinn Pálsson – 6
Skilaði sínum mínútum vel.

Ragnar Bragason – Spilaði ekki

Ragnar Nathanaelsson – Spilaði ekki

Þórir Þorbjarnarson – Spilaði ekki

Fréttir
- Auglýsing -