spot_img
HomeFréttirEinir í Danmörku í viðtali hjá Stjörnunni

Einir í Danmörku í viðtali hjá Stjörnunni

15:37

{mosimage}

 

(Einir) 

 

Einir Guðlaugsson stundar nám í Danmörku en hann lék með Stjörnunni í 1. deildinni á síðustu leiktíð þegar liðið tryggði sér sæti í Iceland Express deildinni. Einir era ð leika með Herlev jafnhliða námi en hefur verið meiddur á ökkla að undanförnu. www.stjarnan.is tók strákinn tali á dögunum og var hann hinn hressasti.

 

Hvað ert þú að gera í dag? 

Ég er í skóla í Danmörku, nánar  tiltekið í Mastersnámi í rafmagnsverkfræði í DTU. 

Ertu að spila körfubolta í Danmörku?

 

Já ég er að sjálfsögðu að spila körfubolta, spila körfubolta með Herlev,  er alltof ungur til að gefa körfuboltann upp á bátinn.

 

Hvernig hefur þér gengið með Herlev?

 

Mér hefur gengið þokkalega, en því miður er ég búinn að vera meiddur á ökkla undanfarnar 2 og hálfa viku og því hef ég ekkert getað spreytt mig undanfarið….alveg skelfilegt að lenda í slæmum ökklameiðslum.

 

Verður þú með Stjörnunni á næsta ári?

 

Nei ég verð ekki með Stjörnunni á næsta ári, því miður, þar sem ég  verð ennþá í námi í Danmörku. Algjör synd að geta ekki verið með núna í ár….maður hefði bara átt að fresta náminu hehehe.

 

Hvernig líst þér á veturinn hjá strákunum?

 

Mér líst mjög vel á veturinn hjá strákunum mínum í Stjörnunni, þetta er alveg frábær hópur og hefur liðið ekki verið svona sterkt síðan ég man eftir mér….fengum mjög góðan liðsstyrk fyrir tímabilið…Kjarri að gera flotta hluti, Eiki heill og svo veit ég að tvibbinn minn (Birkir) á eftir að gera massa hluti í níunni minni.

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?

 

Ég hóf að stunda körfubolta þegar ég var svona 5 ára og bjó í Boston…það var samt ekki skipulagður körfubolti heldur fór pabbi með okkur bræðurna niður á skólavöllinn og var að kenna okkur grunnatriðin. Skipulagðan körfubolta spilaði ég fyrst 8 ára gamall í Californiu ásamt Birki bróður.

 

Uppháhalds NBA leikmaður og NBA lið?

Chicago Bulls og New York Knicks.  Michael Jordan,  Dwayne Wade, Steve Nash.  

Hver er besti íslenski körfuboltamaðurinn frá upphafi?

 

Jón Kr Gíslason ( geggjaður pointari), Jón Arnór Stefánsson og svo að sjálfsögðu þjálfari Stjörnunnar, Bragi Magg.

 

Hvort myndir þú frekar vilja vera rokkstjarna eða atvinnumaður í körfubolta?

 

Það þarf ekki að spyrja að þessu….er að safna hári aftur og er byrjaður að spila mjög mikið á gítarinn hérna í Danmörku…..strákarnir muna nú eftir "STAND UP AND SHOUT"  nei annars væri frábært að vera bæði samtímis.

 

www.stjarnan.is

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -