spot_img
HomeFréttirEingöngu annað liðið tilbúið í baráttu

Eingöngu annað liðið tilbúið í baráttu

Nýliðaslagur Þórs og Skallagríms fór fram á Akureyri í kvöld. Skallagrímur var sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en Þór náði góðu áhlaupi undir lok hans og náði að jafna fyrir hálfleik. Þór komst í forystu í byrjun seinni hálfleiks en gestirnir gáfust ekki upp og komust yfir um miðjan þriðja fjórðung og gáfu þá foyrstu aldrei eftir. Darrel Flake var frábær fyrir Skallagrím með 21 stig og 8 fráköst.

 

 

Þáttaskil:
Skallagrímsmenn virtust mæta mun tilbúnari og grimmari til leiks í dag. Lið Þórs lítur út fyrir að vera ansi langt frá því að vera almennilega mótað og vantar nokkuð uppá stemmningu í liðið. Borgnesingar voru tilbúnir til að vinna fyrir hvorn annan og henda sér á alla lausa bolta. Eftir góðan kafla frá Þór í upphafi þriðja fjórðungs þar sem munurinn var mest átta stig Þór í vil komst Skallagrímur aftur í leikinn. Þór náði aldrei upp spili eftir það og landaði Skallagrímur sterkum útisigri á Akureyri.

Tölfræðin lýgur ekki:
Frákastabaráttunna unnu gestirnir frá Borgarnesi með miklum yfirburðum. Skallagrímur tók 42 fráköst gegn 22 hjá Þór, það verður að þykja óviðundandi og sérstaklega þegar litið er til þess að Þór hefur leikmann sem er 2,16 á hæð. Vítanýting Þórs var algjörlega herfileg í kvöld eða 33%.

Hetjan:
Hinn 36 ára gamli Darrell Flake var algjörlega óaðfinnanlegur í kvöld. Hann átti teig andstæðingsins fullkomlega og var með 21 stig. Við þetta bætti hann 8 fráköstum auk þess að spila góðan varnarleik. Allt þetta gerir hann á löngu ónýtum hnjáum en allar körfur hans í kvöld litu út fyrir að vera auðveldari en að drekka vatn.

Kjarninn:
Nýliðarnir mættust í kvöld og vann útiliðið sigur. Þetta er mikill skellur fyrir Þór sem var spáð mikilli velgengni í vetur en liðið er nú án sigurs eftir þrjár umferðir. Engin leikmaður liðsins steig upp þegar mest á reyndi í kvöld og virðist liðinu skorta alvöru leiðtoga í sitt lið. Skallagrímur á fyrir höndum sér frábært ferðalag í Borgarnes með tvo stig og mæta ÍR í næstu umferð.

Fréttir
- Auglýsing -