spot_img
HomeFréttirEinar hafði betur í bræðrabyltunni

Einar hafði betur í bræðrabyltunni

21:58 

{mosimage}

 

 

Bræðurnir Einar Árni Jóhannsson og Ingvi Steinn Jóhannsson mættust á parketinu í íþróttahúsinu í Vogum í kvöld í 2. deild karla í körfuknattleik. Einar, sem þjálfar Íslandsmeistara UMFN, var þjálfari UMFN B í kvöld og Ingvi er spilandi þjálfari hjá Þrótti. Skemmst er frá því að segja að unglömbin úr UMFN B, ásamt Örvari Kristjánssyni, Ásgeiri Guðbjartssyni og Ragnari Ragnarssyni fóru með stórsigur af hólmi. Lokatölur leiksins voru 76-114 UMFN B í vil og sitja þeir nú á toppi A-riðils 2. deildar, ósigraðir, með 14 stig.

 

Njarðvíkingar tóku snemma forystuna og var staðan í hálfleik 37-70 en munurinn fór mest í 47 stig. Þróttur Vogum náði að klóra aðeins í bakkann í síðari hálfleik en úrslitin urðu engu að síður stórsigur UMFN B 76-114.

 

Stigahæstur í liði UMFN B voru þeir Ragnar Ragnarsson og Kristján Sigurðsson með 24 stig. Hjörtur Hrafn Einarsson gerði 19 stig og Rúnar Ingi Erlingsson gerði 16. Þá gerði Jósef William Pétursson 5 stig í leiknum.

 

Hjá Þrótti Vogum var Þorbergur Þór Heiðarsson með 17 stig og Grétar Hermannsson var með 9 stig.

 

Staðan í A-riðli 2. deildar

Fréttir
- Auglýsing -