Njarðvík lagði KR fyrr í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar karla, 80-92.
Kári Viðarsson spjallaðifyrir Körfuna við þjálfara Njarðvíkur, Einar Árna Jóhannsson, eftir leik í DHL Höllinni.
Einar Árni var auðvitað sáttur með stigin og sigurinn þó ekki sé ástæða til að missa sig eftir fyrsta leik:
Nú hafa menn verið að spá ykkur frekar slöku gengi í vetur…nú er þetta auðvitað bara einn leikur og það fyrsti leikur tímabilsins og kannski óþarfi að lesa einhver ósköp í þetta EN þetta er samt frábær sigur…?
“Ég er sammála því og tek undir hvert orð með þér. Þeir eru án Bjössa og Bandaríkjamanns sem dæmi en Bandaríkjamaðurinn okkur hefur verið lasin síðan á fimmtudag og náði einni æfingu og var bara svolítið loftlaus. Þannig að það vantar input á báðum vígstöðum. En ég er sammála því að þetta er ofboðslega mikilvægur sigur. Maður hefur auðvitað heyrt það að menn tala okkur niður og það er bara okkar að afsanna það. Það er mikilvægt að ná í sigur í fyrsta leik og mikilvægt að koma hingað og vinna og við höfum gert það núna þrjú ár í röð í deildinni. Það sýnir styrk. Ég er ánægður með framlagið og kraftinn sem við sýndum í dag þó spilamennskan hafi verið svolítið upp og niður eins og gengur í fyrsta leik í móti“
Jájá, frasinn hræðilega um haustbraginn…það bar svona aðeins á honum…
“Jújú…en þetta hefur verið öðruvísi undirbúningstímabil, lið eru búin að spila færri leiki en þau eru vön að gera í venjulegu árferði og fleira..svo það er kannski bara eðlilegt“
Einmitt. Og auðvitað getið þið bætt ykkar leik, þó það nú væri eftir fyrsta leik. Mér fannst vörnin til dæmis alls ekkert sérstök, sérstaklega í fyrri hálfleik…
“Ég er bara sammála því, það hljómar kannski ekki svo illa að fá á sig 80 stig gegn svo góðu liði en það er samt rétt að það er margt sem við þurfum að laga varnarlega….“
Akkúrat, en þetta er spennandi og heldur betur góð byrjun hjá ykkur…
“Jájá, við erum bara kátir með stigin tvö!“