spot_img
HomeFréttir"Ég var ekkert eðlilega lélegur í þrjá leikhluta"

“Ég var ekkert eðlilega lélegur í þrjá leikhluta”

Valur mætti hálfblundandi í fyrsta leik seríunnar og mátti þola ósigur gegn liðinu úr 8. sætinu. Hlíðarendapiltar hófu sig hins vegar til stjarnanna í leik tvö og gjörsigruðu Garðbæinga.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Kára Jónsson eftir leikinn:

Ég hugsa að margir hafi búist við öruggum sigri hjá ykkur í kvöld því leikur 2 í Garðabænum var svo mikil slátrun einhvern veginn…og þið kannski bjuggust við því líka, þið virkuðuð svolítið værukærir…

Já…við byrjuðum ágætlega, fínn kraftur…

Já…þið náðuð t.d. að stöðva Armani undir körfunni…

Já, við vorum að gera vel til að byrja með en svo slökuðum við alveg á og misstum svolítið dampinn. Þeir gera líka vel, þeir eru flottir og börðust vel og spiluðu flottan bolta í kvöld. Við vissum alveg að þetta yrði ekki eins og leikur 2, við komum ekki inn í þetta og bjuggumst við að rústa þessu…Það var svo erfitt að missa Kristó út, hann er okkar leiðtogi inn á vellinum, við bognuðum en brotnuðum ekki og sýndum mikinn karakter að koma til baka og ég er bara virkilega stoltur af þessu.

Akkúrat. Þú persónulega varst kannski eins og liðið…ekki alveg með þetta framan af. En eins og gerist þá byrjaðir þú að finna þig á ögurstundu og settir einhver 10 stig í röð og jafnaðir leikinn!

“Já, ég held ég hafi skuldað! Ég var ekkert eðlilega lélegur í þrjá leikhluta eða hvað sem það var…ég var pirraður út í sjálfan mig, ég átti alltof mikið af lélegum sendingum og töpuðum boltum sem var bara mér að kenna, en sem betur fer þá náði ég smá syrpu og rytma og setti einhver skot ofan í og það var sem betur fer nóg í kvöld.

Einmitt. En hefuru eitthvað heyrt af Kristó, mér sýnist þetta vera kálfinn…?

Já mér sýndist það líka en ég veit ekki neitt meira, vonandi kemur meira í ljós á morgun. Vonandi tekur þetta sem stystan tíma, við virkilega vonum það besta með hann.

Heldur betur. 2-1, Garðabærinn næst – þið töpuðuð fyrsta leiknum og þetta leit illa út hérna 10 stigum undir í kvöld og 5 mínútur eftir…þið hljótið að ætla að leggja mikið í það að mæta í Garðabæinn til að klára þetta þar…ekki taka einhverja sénsa á oddaleik og hugsanlega vekja upp Slifurskeiðina og eitthvað rugl…

Neinei, að sjálfsögðu viljum við klára þetta á föstudaginn, það segir sig bara sjálft. Við verðum að mæta virkilega einbeittir og gefa extra í þann leik. Þeir munu berjast fyrir lífi sínu og ég býst við að það verði svipað og þessi leikur, mikil barátta og sveiflur hjá báðum liðum. Það verður bara spennandi, ég hlakka til að mæta í það!

Fréttir
- Auglýsing -