spot_img
HomeFréttirEfnilegar stúlkur í Hagaskóla

Efnilegar stúlkur í Hagaskóla

Um helgina var þriðja keppnishelgi í a-riðli í 9. flokki stúlkna. Leikið var í íþróttahúsi Hagaskóla. Svo virðist sem mörg félög sinni yngri flokka starfinu vel, ef marka má gæði leikjanna í þessum riðli og staðreyndir eins og þær að íslenska U16 liðið náði efsta sæti á síðasta Norðurlandamóti. Flest liðin í mótinu léku hraðan körfuknattleik og góða vörn. Í öllum liðunum voru skemmtilegir bakverðir og fjölhæfar hávaxnar stelpur. Það má nefna að það vantaði nokkra góða leikmenn sem hefðu gert mótið enn betra.
 
Mjög margir aðstandendur voru að fylgjast með leikjunum. Framkvæmd mótsins var ágæt. Hún var samt ekki gallalaus og til dæmis má nefna að ekki ætti að vera mikið mál að ”laga” skotklukkuna þannig að hún virki eins og reglurnar í dag segja til um. Keflavík var yfirburðarlið í mótinu og þær unnu alla leiki sína létt. KR náði öðru sætinu eftir að hafa sigrað gott lið UMFG í jöfnum leik. Það er gaman að sjá kvennastarfð í Vesturbænum farið að skila árangri því mjög langt er síðan KR hefur náð öðru sæti í A-riðli í fjölliðamóti. UMFG var í þriðja sæti og var að spila mjög hraðan og skemmtilegan varnar- og sóknarleik. UMFN var í fjórða sæti og var að gera marga góða hluti í sínum leik. Þær grænu hefði hugsanlega náð betri úrslitum ef þær hefðu getað verið fullmannaðar allt mótið. Haukaliðið hefur tekið nokkrum framförum í vetur, það var samt hlutskipti Hauka að falla en þær töpuðu fyrir UMFN með aðeins fimm stiga mun. Síðasta fjölliðamótið í þessum flokki verður 21. og 22. mars. Úrslit leikja má finna á heimasíðu KKÍ.
Fréttir
- Auglýsing -