Á morgun miðvikudag mun Eden mótið í körfuknattleik fara fram í íþróttahúsinu í Hveragerði. Fjögur lið eru skráð til leiks en fyrir utan heimamenn í Hamri verða þarna Haukar, Fsu og Þór Þorlákshöfn.
Leikfyrirkomulag verður þannig að leikið verður 4×10 mín og er gert ráð fyrir að ca 30 mín verði á milli leikja og er mótið leikið á þremur dögum. Allir spila við alla og fá liðin einn dag á milli leikja til að jafna sig.
Engin úrslit verða á mótinu heldur sigrar það lið sem flesta leiki sigrar.
Aðgangur að mótinu er enginn og er það von Körfuknattleiksdeildar Hamars að sem flestir sjái sér fært að koma í húsið og skemmta sér og öðrum með hrópum og hvattningu.
Dagskrá
25 ágúst kl: 18.30 Hamar – Fsu
25 ágúst kl: 20.15 Haukar – Þór Þolákshöfn
27 ágúst kl: 18.30 Hamar – Þór Þorlákshöfn
27 ágúst kl: 20.15 Fsu – Haukar
29 ágúst kl: 18.30 Fsu – Þór Þorlákshöfn
29 ágúst kl: 20.15 Hamar – Haukar