spot_img
HomeFréttirDúkurinn rifinn af um helgina

Dúkurinn rifinn af um helgina

09:40 

{mosimage}

(Frá leik í DHL-Höllinni) 

Laugardagsmorguninn 23. júní verður hafist handa við að rífa dúkinn af í A-sal DHL-Hallarinnar og hefur körfuknattleiksdeild KR tekið það verkefni að sér.  Áætlað er að hefja lagningu á nýju parketgólfi 2. júlí.  

Körfuknattleiksmenn í KR eru að upplifa langþráða stund, en Aðalstjórn félagsins hefur samþykkt að lagt verði parket á DHL-Höllina í sumar, hafist verður handa næstkomandi laugardag að rífa dúkinn af og taka niður áhorfendabekkina. Mikil vinna er framundan og hefur körfuknattleiksdeildin tekið verkefnið að sér, þ.e.a.s að rífa dúkinn og undirlagið í burtu. Í byrjun júlí tekur svo við lagning á parketgólfinu sjálfu sem er alveg eins og var lagt í Keflavík, Grindavík og Borgarnesi frá Parket og Gólf.  

Mikil breyting á eftir að verða á húsinu og hafa margir talað um að KR-ingar séu í raun að fá nýtt hús með þessum breytingum, en tíminn verður að leiða í ljós hvaða fleiri breytingar munu líta dagsins ljós í Frostaskjólinu.  

Það er von deildarinnar að æfingar hefjist sem fyrst í ágúst á nýju gólfi, en nú þurfa iðkendur elstu flokka deildarinnar að aðstoða við verkið á laugardaginn, en hafist verður handa klukkan 10:00.

 

Frétt af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -