spot_img
HomeFréttirDúi Jónsson productions með þátt

Dúi Jónsson productions með þátt

Dúi Þór Jónsson er líkast til nafn sem einhverjir þekkja, en Dúi Þór er loka útgáfan af Trilogy-u drengja þeirra Jóns Kr Gíslasonar og eiginkonu hans, Auðar Sigurðardóttur. Dúi er líkt og bræður sýnir á fullu í boltanum og segja knáir menn að hann gefi bræðrum sínum ekkert eftir og á eftir að láta til sín taka á komandi árum á stóra sviðinu ef fram sem heldur. Dúi hinsvegar gæti átt framtíð fyrir sér á öðru sviði, þátta framleiðslu. 

 

Nú í jólafríinu sl. fór Dúi ásamt foreldrum sínum og eyddu þau hátíðinni ytra í New York með Dag Kár sem spilar þar með St Francis Brooklyn háskólanum. Dúi gerði sér lítið fyrir og hnoðaði í ansi skemmitlegan þátt sem við hér á Karfan.is fengum leyfi til að birta. Njótið vel. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -