Undir 18 ára lið drengja sigraði Eistland með 11 stigum, 86-75, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Drengirnir enduðu því í 4.-5. sæti mótsins, með jafn marga sigra og Svíþjóð, en það var einmitt taplið dagsins, Eistland, sem sigraði mótið. Þeir voru í efsta sæti með fjóra sigra líkt og Finnland, en með innbyrðisviðureignina á þá.
Gangur leiks
Ljóst var frá fyrstu mínútu að Ísland ætlaði ekki að leggjast í grasið gegn þessum verðandi Norðurlandameisturum. Eftir fyrsta leikhluta leiddu eistar þó, 21-20. Leikurinn var svo áfram jafn og spennandi undir lok hálfleiksins, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan jöfn 41-41.
Í upphafi seinni hálfleiksins virtist leikurinn ætla áfram að vera í járnum, en undir lok þriðja leikhlutans síga íslensku strákarnir aðeins frammúr. Fyrir lokaleikhlutann voru þeir 4 stigum yfir, 61-57. Strax í upphafi fjórða leikhlutans létu þeir svo kné fylgja kviði, voru 9 stigum yfir þegar hlutinn var hálfnaður, 75-66. Þessa forystu létu þeir svo ekki af hendi og sigruðu að lokum með 11 stigum, 86-75.
Tölfræðin lýgur ekki
Íslenska liðið gaf 24 stoðsendingu í leik dgsins á móti aðeins 15 hjá Eistlandi.
Hetjan
Sigvaldi Eggertsson var frábær fyrir Ísland í dag, skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum á þeim 30 mínútum sem hann spilaði.
Viðtöl: