spot_img
HomeFréttirDregið um valrétti í nýliðavali NBA í kvöld

Dregið um valrétti í nýliðavali NBA í kvöld

13:19

{mosimage}

(Greg Oden)

Í kvöld verður dregið um sæti í nýliðavali NBA sem fer fram í næsta mánuði. Mikil spenna ríkir í kringum valið því þetta er talinn vera einn sterkasti árgangur sem NBA-deildin hefur séð í áraraðir. 

Notaðir eru nokkurskonar borðtennisboltar og er ákveðinn fjöldi frá hverju liði, þannig að versta liðið á besta möguleikann á fyrsta valrétti og svo framvegis. Jeff Van Gundy, fyrrum þjálfari Houston Rockets (og líklegur kandídat í þjálfarastöðu Indiana Pacers) gagnrýndi einmitt þetta fyrirkomulag í vetur og sagði það hvetja til þess að lið reyndu að tapa viljandi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sagðist ætla að fara yfir þessi mál í sumar, en telur þó að þetta sé besta fyrirkomulagið. En ef við víkjum aðeins að líkunum fyrir hvert lið þá sjáum við að Memphis á að sjálfsögðu besta möguleika á fyrsta valrétti: 

Lið Fyrsti valréttur Annar valréttur Þriðji valréttur
Memphis 25% 21,5% 17,8%
Boston 19,9% 18,8% 17,1%
Milwaukee 15,6% 15,7% 15,6%
Atlanta 11,9% 12,6% 13,3%
Seattle 8,8% 9,7% 10,7%
Portland 5,3% 6,0% 7,0%
Minnesota 5,3% 6,0% 7,0%
Charlotte 1,9% 2,2% 2,7%
New York 1,9% 2,2% 2,7%
Sacramento 1,8% 2,1% 2,5%
Indiana 0,8% 0,9% 1,2%
Philadelphia 0,7% 0,8% 1,0%
New Orleans 0,6% 0,7% 0,9%
LA Clippers 0,5% 0,6% 0,7%

 (Þess má geta að Phoenix á valrétt Atlanta, verði hann verri en sá þriðji. Chicago á rétt á því að skipta á valrétti við New York, sem þeir munu mjög líklega gera. Atlanta á svo valrétt Indiana) 

Eins og áður sagði er spennan gríðarleg fyrir kvöldið. Talið er að þeir tveir sem verði valdir fyrstir muni koma liðum sínum heldur betur á réttan kjöl. Um er að ræða þá Greg Oden (Ohio State) og Kevin Durant (Texas). Þeir voru báðir á fyrsta ári í háskólaboltanum í vetur en sýndu þrátt fyrir það gríðarlegan styrk.  

Oden er talinn vera miðherji framtíðarinnar, 213 sentímetrar og um 115 kílógrömm. Hann hefur skilað betri tölfræði en Duncan, Shaq og Ewing gerðu á sínu fyrsta ári í háskóla. Honum hefur jafnframt verið líkt við mann sem er af mörgum talinn besti leikmaður fyrr og síðar, Bill Russell.

{mosimage} 

(Kevin Durant) 

Kevin Durant er ótrúlegur leikmaður. Hann er 208 sentímetrar, um 100 kílógrömm en getur hreyft sig eins og bakvörður. Hann er ótrúleg skytta, bæði eftir að hafa notað knattrak til að koma sér í stöðu og einnig eftir að hafa gripið sendingu frá liðsfélaga. Hann er frábær varnarmaður, með góða boltatækni og er virkar mjög heilsteyptur persónuleiki. Þó er talið að framkvæmdastjórar NBA liðanna muni taka Oden framyfir Durant, vegna stærðarinnar. Eini maðurinn sem er hugsanlega talinn vilja taka Durant fram yfir Oden er Danny Ainge hjá Boston Celtics. 

{mosimage}

(Yi Jianlian)

Undanfarna mánuði hefur verið rætt um að þessi árgangur innihaldi tvær stjörnur og eftir það sé erfitt að sjá aðra leikmenn sem muni setja eins mikið mark sitt á deildina. En Kínverjinn Yi Jianlian hefur hægt og rólega verið að heilla framkvæmdastjóranna eftir að hann kom til æfinga í Bandaríkjunum. Er jafnvel talið að þessi gríðarlega efnilegi Kínverji eigi eftir að verða stórstjarna í deildinni. 

{mosimage}

(Joakim Noah)

Einnig má ekki gleyma því að nánast allt byrjunarlið Florida Gators, háskólameistaranna er verður í valinu í ár. Talið er að Al Horford fari fyrstur af þeim, þá Corey Brewer og síðast Joakim Noah. Leikstjórnandi liðsins Taurean Green gæti svo verið valinn í annari umferð ef hann verður heppinn. 

{mosimage}

(Rudy Fernandez)

Tveir leikmenn sem leika í spænsku deildinni eru einnig í valinu. Spánverjinn Rudy Fernandez (Joventut Badalona), besti ungi leikmaður Evrópu mun líklega vera valinn með einhverju af fyrstu 20 valréttunum. Brasilíumaðurinn Tiago Splitter (TAU Vitoria) verður líklega á svipuðum stað. 

Því er ljóst að til mikils er að vinna. Margt er um stjörnur í þessum árgangi. Í kvöld gæti NBA-deildin breyst mjög. Tilkoma þessara ungu manna gæti gjörbreytt liðum og stokkað upp röðinni yfir bestu lið deildarinnar. Svo ekki sé nú talað um að lið sem áttu við mikil meiðsli að stríða í vetur, eins og Boston eða Milwaukee, fái einn af tveimur efstu valréttunum. Þau voru án sinna helstu manna í vetur og gæti þetta verið það sem þau þurfa til þess að komast langt í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir litlar líkur væri þó gaman að sjá Greg Oden og Kvein Garnett deila gólfinu. Það yrði líkleg óáreynilegasta tvíeyki sem deildin hefur séð síðan Tim Duncan og David Robinson tóku tiitilinn. Myndi þetta þó kannski einnig svipa til Ralph Sampson og Hakeem Olajuwon, tvíburaturna Houston á 9. áratugnum. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -