spot_img
HomeFréttirDregið í Meistaradeildinni

Dregið í Meistaradeildinni

10:54

{mosimage}

Erazem Lorbek er farinn frá Roma til CSKA Moskvu 

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu nú í byrjun vikunnar en keppni hefst þar í lok október. Lottomatica Roma sem Jón Arnór Stefánsson hefur leikið með lent í C riðli ásamt Union Olimpija frá Slóveníu, Fenerbahce Ulker frá Tyrklandi, Alba Berlin frá Þýskalandi, DKV Joventut og Tau Ceramica, bæði frá Spáni.

Rússnesku evrópumeistararnir í  CSKA Moskva eru í D riðli með Paritzan frá Serbíu, Real Madrid frá Spáni, Efes Pilsen frá Tyrklandi, AJ Milano frá Ítalíu og Panionios frá Grikklandi.

Í B riðli eru ítölsku meistararnir í Montepaschi Siena, Barcelona, Panathinaikos, Zalgiris frá Litháen, Prokom Trefl frá Póllandi og SLUC Nancy frá Frakklandi.

Í A riðli eru svo Maccabi Electra frá Ísrael, Olympiacos frá Grikklandi, Unicaja Malaga, Cibona Zagreb frá Króatíu, Le Mans frá Frakklandi og Avellino frá Ítalíu.

[email protected]

Mynd: Shaka

Fréttir
- Auglýsing -