spot_img
HomeFréttirDregið í Maltbikarkeppninni: Keflavík tekur á móti Njarðvík

Dregið í Maltbikarkeppninni: Keflavík tekur á móti Njarðvík

Dregið var í Maltbikarkeppni karla í hádeginu í dag og eru margir skemmtilegir leikir strax í fyrstu umferð.

Breytt fyrirkomulag verður í ár þar sem boðið verður uppá svokallað „Finar four“ fyrirkomulag þar sem undanúrslitin fara fram sömu helgi og úrslitaleikurinn.

Bikarkeppni KKÍ mun heita Maltbikarkeppnin næstu þrjú árin en KKÍ kynnti samstarf sitt með Ölgerðinni í upphafi fundar.

Keflavík og Njarðvík mætast í 32 liða úrslitum en liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Keflavík sigraði. Einnig mætast Grindavík og Stjarnan í öðrum úrvalsdeildarslag.

Kvennamegin eru tveir úrvalsdeildarslagir þegar Snæfell fær Val í heimsókn en liðin mætast einnig í bikarkeppni karla. Einnig mætast Reykjanesliðin Grindavík og Njarðvík í hörkuleik.

 

Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

 

32 liða úrslit karla:

Grundarfjörður-FSU
Álftanes – Haukar B
Leiknir R-Sindri
Keflavík-Njarðvík
Vestri-Haukar
Gnúpverjar-KR
Hrunamenn/Laugdælir-Þór Ak
Reynir S.- ÍR
Grindavík-Stjarnan.
Hamar – Höttur
Njarðvík B-ÍB
ÍA-Fjölnir
Valur-Snæfell
Breiðablik – Skallagrímur
KR B – Tindastóll

Þór Þ situr hjá

8 liða úrslit kvenna:

Snæfell-Valur
Breiðablik-Fjölnir
Stjarnan-Þór Ak.
Grindavík-Njarðvík

Haukar, Skallagrímur, KR og Keflavík sitja hjá.

 

Fréttir
- Auglýsing -