16:35
{mosimage}
Dregið var í 8-liða úrslit í Lýsingarbikarkeppninni í körfuknattleik í dag. Leikirnir fara fram þann 7. janúar næstkomandi. Dregið var í húsakynnum Lýsingar og var það enginn annar en íþróttafréttamaðurinn hressi Valtýr Björn Valtýsson sem sá um dráttinn.
Kvennaflokkur:
Keflavík – Breiðablik
ÍS – Haukar
Snæfell – Hamar/Selfoss
Grindavík – Fjölnir
Karlaflokkur:
Grindavík – KR b
ÍR – Skallagrímur
FSu – Keflavík
Hamar/Selfoss – KR
Mynd af www.kki.is – Gunnar Freyr Steinsson