Draumaliðsleikur Domino’s deilda karla og kvenna var kynntur á blaðamannafundi KKÍ í dag. Nú geta aðdáendur íslensks körfubolta tekið þátt í skemmtilegum „Fantasy" leik þar sem hægt er að velja leikmenn úr Domino’s deildum karla og kvenna í lið og svo safnað stigum eftir frammistöðu þeirra í vetur. www.kki.is greinir frá.
Leikmenn fá stig eftir tölfræðinni sem tekin er á hverjum leik beint og hún yfirfærist í stig og í draumaliðsleikinn.
Allar nánari upplýsingar er að finna á dominosdeildin.is þar sem hægt er að skrá sig til leiks og velja lið, lesa leiðbeiningar og skoða leikmenn.
Vegleg verðlaun í boði í báðum deildum í lok tímabilsins fyrir stigahæstu „þjálfarana“
Þá tók Sport.is einnig viðtal við Rúnar Birgi Gíslason stjórnarmann hjá KKÍ en hann hefur séð um innleiðingu verkefnisins. Sjá viðtalið við Rúnar.