spot_img
HomeFréttirDramatík í Hafnarfirði: Fjölnir í úrslit(Umfjöllun)

Dramatík í Hafnarfirði: Fjölnir í úrslit(Umfjöllun)

23:07

{mosimage}

Fjölnir komst í kvöld í úrslit í 1. deild karla eftir að hafa lagt Hauka að velli á Ásvöllum 71-75. Þar með mæta Fjölnismenn Val í úrslitum 1. deildar. Roy Smallwood var stigahæstur Fjölnis með 22 stig. Hjá Haukum var George Byrd með 19 stig.

Það voru gestirnir úr Grafarvogi sem byrjuðu betur í kvöld og voru komnir í 2-8 eftir nokkrar leikmínútur. Sindri Kárason skoraði fyrstu sex stig Fjölnis. Haukar minnkuðu muninn í 9-11 en þá komu sex stig í röð frá Fjölni sem Roy Smallwood setti og staðan 9-17. George Byrd skoraði síðustu körfu leikhlutans og Fjölnir leiddi 16-21.

Haukar skoruðu fyrstu fjögur stig 2. leikhluta og minnkuðu muninn í eitt stig 20-21. Liðin skiptust svo á körfum næstu mínúturnar. Munaði ávallt 2-4 stigum á liðunum og Fjölnir yfir allan tímann. Á lokamínútunni skorai George Byrd þrjú stig fyrir Hauka(villa karfa góð) og jafnaði 38-38 og því jafnt í hálfleik.

{mosimage}

Snemma í 3. leikhluta komust Haukar yfir í fyrsta skipti þegar Sveinn Ómar Sveinsson skoraði þriggja-stiga körfu fyrir Hauka og kom Haukum í 43-41. Liðin skiptust á að hafa forystuna næstu mínúturnar og það var jafnt fyrir lokaleikhlutann 55-55 og bæði lið að berjast og spila af krafti.

Það var aðeins eitt lið sem kom á völlinn í fjórða leikhluta en Fjölnir skoraði fyrstu 10 stigin og lagði grunninn að sigrinum á þeim leikkafla. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Haukar minnkuðu 10 stiga mun Fjölnismanna í aðeins eitt stig á tæplega mínútu og þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 68-69. Tryggvi Pálsson setti víti fyrir Fjölni og staðan 68-70. Haukar fara yfir en skot Kristins geigaði og Haukar brutu á Ægi Þór Steinarssyni sem fór á línuna. Setti annað vítið og munurinn því kominn í þrjú stig 68-71. Haukar taka leikhlé þegar 18 sekúndur eru eftir. Þegar eiga innkast á miðju og koma boltanum inn á völlinn en þá stelur Ægir Steinarsson boltanum fyrir Fjölni og kemur honum á Hauk Pálsson sem innsiglar sigur sinna manna með sniðskoti og munurinn því kominn í fimm stig 68-73. Kristinn setur þriggja-stiga skot fyrir Hauka og minnkar muninn í 2 stig þegar 3 sekúndur eru eftir. Haukar brjóta á Magnúsi Pálssyni sem klárar leikinn á vítalínunni og staðan 71-75 Fjölni í vil og reyndust það lokatölurnar.

{mosimage}

Stigahæstur hjá Fjölni var Roy Smallwood með 22 stig og næstur honum var Magnús Pálsson með 21 stig. Sindri Kárason skoraði 10 stig og átta þeirra komu í 1. leikhluta.

Hjá Haukum var George Byrd með 19 stig og 12 fráköst. Sveinn Ómar Sveinsson var næst stigahæstur með 18 og Óskar Magnússon skoraði 13 stig.

[email protected]

myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -