Þeir sem fylgjast með sjónvarpsþáttunum Mad Men vita að Don Draper getur selt allt. Hann gæti selt eskimóa frystikistu, salt í eyðimörk og sköllóttum manni strípur. Bleacher Report hefur nú splæst saman atriði úr þáttunum þar sem Don Draper selur okkur, með tilþrifum, hvers vegna LeBron James ætti að snúa aftur til heimahaganna í Cleveland, Ohio. Magnaður myndbandsbútur.