spot_img
HomeFréttirDomino´s deild kvenna hefst í kvöld

Domino´s deild kvenna hefst í kvöld

Þá er biðin á enda! Keppni í Domino´s deild kvenna hefst í kvöld. Heil umferð verður á boðstólunum og hefjast allir leikirnir kl. 19:15.
 
 
Íslandsmeistarar Snæfells hefja titilvörnina á stórleik gegn Haukum en liðin léku til úrslita um titilinn á síðustu vertíð þar sem Snæfell landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í kvennaflokki í sögu félagsins. Ríkjandi Lengjubikarmeistarar Keflavíkur fá nýliða Breiðabliks í heimsókn, Reykjavíkurrimma verður í DHL-Höllinni og Grindvíkingar taka á móti Hamri.
 
Leikir kvöldsins, 19:15:
 
KR – Valur
Snæfell – Haukar
Keflavík – Breiðablik
Grindavík – Hamar
 
  
Fréttir
- Auglýsing -