spot_img
HomeFréttirDómaratríóið allt úr sömu fjölskyldu - Einar, Þorkell og Anton dæmdu leikinn...

Dómaratríóið allt úr sömu fjölskyldu – Einar, Þorkell og Anton dæmdu leikinn í Síkinu

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í gær að dómaratríó æfingaleiks Tindastóls og Þórs í Síkinu á Sauðárkróki kom allt úr sömu fjölskyldunni. Var þar um að ræða Einar Þór Skarphéðinsson og tvo syni hans, þá Anton Elí og Þorkel Már. Ljóst er að um afar fátíðan atburð er að ræða, þar sem að allir þrír dómarar eru svona skyldir, en öllu algengari eru pör feðga.

Einar minntist á atvikið í færslu á samfélagsmiðlum eftir leik í gær þar sem hann sagði “Algjör forréttindi og væntumþykja að fá að vera með þeim í lífsins leik” Fréttaritari Körfunnar á Sauðárkróki, Hjalti Árna, náði svo þessari góðu mynd af feðgunum fyrir leikinn.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -