spot_img
HomeFréttirDómarar á ferð og flugi

Dómarar á ferð og flugi

FIBA Europe dómarar og eftirlitsmaður okkar Íslendinga fengu úthlutuð verkefni í nóvember þegar þeir verða við störf í EuroChallenge Evrópukeppninni. Sigmundur Herbertsson fer til Svíþjóðar að dæma leik Boras Basket frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu þann 11. nóvember í Boras og Leifur S. Garðarsson dæmir leik Kataja Basket frá Finnlandi sem mætir Benfica frá Portúgal í Joenssu í Finnlandi þann 18. nóvember.
 
 
Pétur Hrafn Sigurðsson, eftirlitsmaður, verður svo við störf í Kotka í Finnlandi 4. nóvember á leik KPT og Bonprix Biella frá Ítalíu.
 
www.kki.is greinir frá
 
Mynd/ Leifur Garðarsson er á leið til þúsund vatna landsins.
Fréttir
- Auglýsing -