spot_img
HomeFréttirDómaranámskeið KKÍ í lok mánaðarins

Dómaranámskeið KKÍ í lok mánaðarins

KKÍ mun standa fyrir dómaranámskeiði nú í lok september og mun námskeiðið verða kennt á veraldravefnum með fjarkennslu og lýkur henni með bóklegu prófi á netinu. Verkleg kennsla fer svo fram í október og verður þá reynt að koma til þátttakenda og gera þeim kleift að taka verklegt próf á heimavelli þeirra í tengslum við fjölliðamót félaga. www.kki.is greinir frá.
 
Skráning er á netfanginu [email protected] og lýkur skráningu föstudaginn 20. september. Þátttökugjaldið er 4.000 kr.
 
Um er að ræða nýtt fyrirkomulag dómaranámskeiða á vegum KKÍ en byrjað var í fyrravetur að kenna á netinu og tókst það gríðarlega vel. Tilgangurinn er að ná til fleiri þátttakenda og taka námskeiðið á lengri tíma en verið hefur hingað til. KKÍ vonast til að með þessu nýja fyrirkomulagi gefi fleiri sér tíma til að sækja námskeið og taka þannig þátt í eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar út um allt land.
 
www.kki.is 
Fréttir
- Auglýsing -