spot_img
HomeFréttirDómaranámskeið 3.-4. september

Dómaranámskeið 3.-4. september

 
Fyrsta dómaranámskeið vetrarins verður haldið föstudaginn 3. september og laugardaginn 4. september. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða. Bóklega kennslan verður kennd í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Á föstudeginum og á laugardagsmorgninum verður bókleg kennsla en bóklega og verklega prófið verður eftir hádegi á laugardegi. Námskeiðið verður á höfuðborgarsvæðinu.
 
Föstudagur:
18.00-22.00 bóklegt
 
Laugardagur
9.00-13.00 bóklegt og bóklegt próf
14.30-16.00 verklegt próf
 
Vakin er athygli á því að dómaramenntun er hluti af fræðsluáætlun KKÍ sem er komin til framkvæmda. Dómaranámskeið er hluti af fyrsta þrepi fræðslustigans.
 
Konur eru hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna.
 
Síðasti skráningardagur er 2. september. Námskeiðið stendur öllum til boða og að kostnaðarlausu.
 
Skráning er á kki@kki.is og þarf að taka fram nafn, heimilisfang, kennitölu, síma, e-mail og félag.
 
Frétt af www.kki.is  

Ljósmynd/ JBÓ: Það er margt athyglisvert í körfuboltanum sem dómarar þurfa að kljást við, hér er meðal annars verið að nota upptökutæknina til þess að skera úr um lögmæti körfu sem skoruð var er leiktíminn rann út.

Fréttir
- Auglýsing -