spot_img
HomeFréttirDómaraleysið mun hafa áhrif á Pétursmótið "Kemur ekki til greina að fresta...

Dómaraleysið mun hafa áhrif á Pétursmótið “Kemur ekki til greina að fresta þessu móti”

Hið árlega Pétursmót mun fara fram í næstu viku í Blue Höllinni í Keflavík, en mótið er haldið til minngar um Pétur Pétursson osteopata sem kvaddi eftir harðvítuga baráttu við veikindi árið 2016 aðeins rétt rúmlega fimmtugur.

Kjaradeila KKDÍ og KKÍ mun þó að öllum líkindum óumflýjanlega hafa áhrif á mótið. Þar sem að dómarar munu ekki dæma leiki meistaraflokka fyrr en nýjir samningar hafa tekist við sambandið. Karfan hafði samband við einn af skipuleggjendum mótsins Ingva Þór Hákonarson stjórnarmann í Keflavík og spurði hann út í mótið og hvað þeir hyggðust gera ef deilan kæmi í veg fyrir að dómarar myndu dæma leikina.

Hvernig gengur undirbúningur fyrir mótið?

“Undirbúningur gengur bara vel fyrir utan að við höfum ekki dómara til að dæma þessa leiki.”

Afhverju er það mikilvægt fyrir Keflavík?

“Það er mikilvægt að halda uppi minningu um góðan mann, félaga og vin sem var félaginu kær og gerði frábæra hluti fyrir félagið. Hann var líka tengdur fleiri félögum en Keflavík sem lýsir honum best þessum fagmanni.”

Hvað ætlið þið að reyna að gera varðandi dómara á mótinu?

“Ég ákvað að leita til eldri leikmanna Keflavíkur Njarðvíkur og Grindavíkur og ég er að reyna manna þessa leiki. Það kemur ekki til greina að fresta þessu móti því jú þetta er ekki bara eitthvað mót, þetta er minningarmót og allur ágóði rennur í gott málefni. Fjölskylda Péturs heitins velur málefnið.”

Ég ætla bara skora á KKÍ og dómara að reyna að ná saman því án dómara verða ekki spilaðir leikir í vetur og þessi kjaramál hefði átt að vera búið að afgreiða fyrir löngu. Ég veit ekki hvað það er sem málið strandar á en ég treysti á að menn klári þetta sem allra fyrst því það er mikið undir hjá félögum.”

En að lokum vill ég bara hvetja alla til þess að mæta í Blue höllina og styrkja gott málefni og minnast góðs félaga. Við hlökkum til að starta körfuboltatímabilinu þar sem körfubolti er skemmtilegasta íþrótt á Íslandi. Miðvikudaginn kl. 18 mætast Njarðvík og Grindavík og kl. 20 Keflavík og Þróttur Vogum.”

Fréttir
- Auglýsing -