Nýjar upplýsingar hafa komið fram varðandi mögulega líkamsárás leikmanns Golden State Warriors, Draymond Green, sem átti að hafa átt sér stað í Michigan fylki Bandaríkjanna liðna helgi. Upphaflega var haldið að Green, sem var úti á lífinu, hafi slegið ágengan áhanganda utanundir.
Þær upplýsingar sem nú hafa komið fram er að þarna hafi verið um að ræða ruðningsleikmann Michigan State háskólans að nafni Jermaine Edmondson og að deilur þeirra hafi byrjað meira en degi áður, á föstudagskvöldi, þegar að Green rakst utan í hann á bar. Edmondson á þá að hafa beðið Green um að passa upp á hvernig hann gengi. Green á þá að hafa svarað honum með því að segjast borga fyrir skólagöngu hans líka (e. "I pay for n*****s´like you scholarships") áður en að tveir félagar hans réðust að honum og kærustu hans og tóku vel á þeim. Því næst var honum (Edmondson) fleygt út af þrem öryggisvörðum staðarins.
Kvöldið eftir, á laugardeginum, eiga þeir svo aftur að hafa endað inni á sama stað. Nánar tiltekið Conrad´s Grill, sem er veitingastaður í East Lansing, Michigan. Green á þá að hafa verið að glotta í átt að kærustu Edmondson áður en að hann (Edmondson) gekk að honum og sagði við hann að kvöldið áður hafi ekki verið í lagi. Green á þá að hafa ýtt í öxl hans, sem hann (Edmondson) svaraði með því að biðja hann um að gera það ekki. Green á þá að hafa slegið til Edmondson áður en gengið var á milli þeirra, náð var í lögregluna og Green handtekinn.
Vissulega er þarna aðeins um aðra hlið sögunnar að ræða (þá er kemur fram í vitnisburði Edmondson fyrir lögreglu) Kærasta hans ku þó hafa staðfest flest sem hann sagði, meðal annars það sem gerðist kvöldinu áður þegar að það var gripið um háls þeirra beggja sem og að Green hafi ráðist á Edmondson kvöldi seinna. Lögreglumenn, sem voru á staðnum, urðu víst vitni einhverra atburðanna seinna kvöldið. Green hefur enn ekkert látið hafa eftir sér, en þegar að hann var handtekinn var hann víst ofurölvi og þurfti lögreglan að bíða með skýrsluna í dágóðan tíma. Málið verður tekið fyrir dómara á næstu viku og ættu ásakanir þá að miklu leyti að koma í ljós.
Hægt er að lesa skýrslur lögreglunnar hér