spot_img
HomeFréttirDoc Rivers stjórnar Boston á næstu leiktíð

Doc Rivers stjórnar Boston á næstu leiktíð

Það eru ekki bara stórstjörnur sem eru að hugsa um framtíð sína í NBA-deildinni þessa dagana en þjálfari Boston Doc Rivers hefur ákveðið að taka eitt ár í viðbót með þeim grænu. Rivers sem er 48 ára gamall var að hugleiða að hætta að þjálfa liðið til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni en hún býr í Orlando.
 
Eftir að hafa legið undir feldi ákvað Rivers að taka eitt ár í viðbót. Var það ekki síst hvatning frá fjölskyldu hans að hann ákvað að þjálfa Boston áfram.
 
Nú fær hann það verðuga verkefni að stilla saman strengi Boston á ný. Ray Allen er með lausan samning og Paul Pierce, þeirra helsta stjarna, hefur fengið sig lausan og vonast Pierce til að skrifa undir nýjan samning við félagið til fjögurra ára.
 
Rivers var valinn þjálfari ársins árið 2000 þegar hann stjórnaði Orlando. Hann hefur unnið 280 og tapað 212 leikjum með Boston en síðustu þrjú tímabil hafa verið afar góð en félagið varð meistari árið 2008.
 
Hann þótti standa sig frábærlega í vetur með Boston liðið og náði öllu því var hægt að ná út úr því. En Rivers telur að þessi mannskapur eigi meira inni og ætlar að reyna enn einu sinni að krækja í þann stóra.
 
Það eykur líkurnar á að Ray Allen verði áfram og Paul Pierce fái nýjan samning hjá Boston að Rivers haldi áfram en hann vill ekki breyta kjarna liðsins.
 
Mynd: Doc Rivers og Paul Pi
 
 
Fréttir
- Auglýsing -