spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDino Cinac frá í óákveðinn tíma

Dino Cinac frá í óákveðinn tíma

Framherji KR, Dino Cinac, verður frá keppni vegna meiðsla í óákveðinn tíma samkvæmt félaginu.

Mun Cinac hafa fengið fingur af krafti í auga á æfingu á dögunum, sem varð þess valdandi að himna rifnaði sem þurfti að sauma, augnbotn brotnaði og skurður myndaðist undir auganu.

Leikmaðurinn kom til KR nú á miðju tímabili, en hefur í 7 leikjum með þeim skilað 14 stigum og 6 stoðsendingum að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -