spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaDiljá Ögn með slitið krossband

Diljá Ögn með slitið krossband

Samkvæmt heimildum Körfunnar er bakvörðurinn efnilegi úr Stjörnunni Diljá Ögn Lárusdóttir með slitið krossband í hnéi. Varð leikmaðurinn fyrir meiðslunum á dögunum við æfingar með undir 20 ára landsliði Íslands sem var að undirbúa sig fyrir verkefni sumarsins.

Samkvæmt fregnum gekkst hún undir aðgerð á dögunum. Misjafnt er hversu lengi leikmenn eru að jafna sig á slíkum meiðslum, en samkvæmt forráðamanni félagsins gera þær ekki ráð fyrir því hún verði komin aftur af stað fyrr en eftir um 10 mánuði.

Diljá hafði verið frábær fyrir Stjörnuna, sem vann fyrstu deildina á síðustu leiktíð, en hún var á lokahófi valin besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Í 33 leikjum með Stjörnunni á síðasta tímabili skilaði hún 23 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá var lék hún einnig sína fyrstu A landsliðsleiki á tímabilinu, þar sem hún meðal annars var stigahæsti leikmaður Íslands gegn gífurlega sterku liði Spánar í Laugardalshöll.

Fréttir
- Auglýsing -