DHL framlengdi í vikunni samning sínum sem einn helsti samstarfsaðili KKÍ. Nýr samningur hljóðar upp á næstu þrjú árin, en DHL hefur verið einn stærsti bakhjarl sambandsins frá árinu 2015. Samkvæmt fréttatilkynningu sambandsins mun vera um stærsta samstarfssamning sem DHL hefur gert að ræða, en hér fyrir neðan má sjá hvað Björn Viðar Ásbjörnsson sölu og markaðsstjóri DHL og Hannes Jónsson formaður KKÍ höfðu að segja við undirritunina.
Björn Viðar hafði þetta að segja við undirritunina:
„Samstarf DHL og KKÍ hefur verið ánægjulegt á undanförnum árum á sama tíma og landsliðin okkar í körfubolta hafa náð frábærum árangri. Með þessum nýja þriggja ára samning tryggir DHL enn frekari tengsl við körfuknattleikshreyfinguna með því að styrkja innviðina og mun DHL meðal annars vera bakhjarl KKÍ í átaki sem mun hvetja fleiri stelpur um allt land til að æfa körfubolta ásamt því að verðlauna sjálfboðaliða sem eru forsendan fyrir því að mörg félög geti verið með í keppni á vegum KKÍ. Þannig tengir DHL samstarfið við KKÍ við stefnu DHL og það sem DHL stendur fyrir. DHL styður og berst fyrir jafnrétti og DHL er fyrir alla. DHL styður grasrótina í samfélaginu með því að starfa með íþróttahreyfingu sem hvetur til heilbrigðis og hreyfingar, samvinnu og öflugs liðsanda fólks með mismunandi bakgrunn og menningu, teymisvinnu og jákvæðra lífshátta sem styður við öflugt forvarnarstarf. Við erum því gríðarlega ánægð með þennan samstarfssamning sem styður DHL að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina með áherslu á jafnrétti og samfélagslega ábyrgð. „
Hannes hafði þetta að segja við undirritunina:
„Það hefur verið virkilega gaman að vinna á undanförnum árum með öllu því góða starfsfólki sem vinnur hjá DHL og finna þann mikla velvilja sem fyrirtækið hefur til KKÍ og körfuknattleikhreyfingarinnar. DHL er framsækið fyrirtæki í miklum vexti eins og körfuboltinn einnig sem við erum stolt af að hafa unnið með á síðustu árum og sjáum mikla möguleika á áframhaldandi samstarfi okkar til næstu ára. DHL mun kom að fleiri þáttum en bara afreksstarfinu eins og fræðslu-og útbreiðslumálum en fjölgun iðkenda og nýrra körfuknattleiksfélaga hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og við ætlum að halda þeirri vinnu áfram. Okkur langar að fjölga stelpum enn frekar í íþróttinni okkar og erum að fara að kynna átak á næstu dögum sem við teljum að geti stuðlað að aukningu stúlkna í körfubolta. Einnig þurfum við að aðstoða enn frekar ný og nýleg félög í sínu starfi og mun DHL koma með okkur í þessi vinnu sem og enn fleiri verkefni sem farið verður í á næstu misserum. Við erum DHL afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga þátt í að efla KKÍ og körfuboltann í landinu á undanförnum árum og til framtíðar“