spot_img
HomeFréttirDevin Thomas til KR

Devin Thomas til KR

KR hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Devin Thomas um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Devin er 27 ára gamall, 206 cm bandarískur framherji sem kemur til liðsins frá BC Kalev í Eistlandi, en hann hefur einnig leikið með liðum í Ísrael, Ungverjalandi, Argentínu, Tyrklandi og Spáni síðan hann gerðist atvinnumaður eftir fjögur ár með skólaliði Wake Forest 2016.

Fréttir
- Auglýsing -