10:16
{mosimage}
(Billups gerði 24 stig fyrir Denver í nótt)
Staðan er jöfn 2-2 í úrslitarimmu Vesturstrandarinnar þar sem eigast við LA Lakers og Denver Nuggets. Fjórði leikur liðanna fór fram í nótt þar sem Denver hafði betur 120-101 og gerðu liðsmenn Denver 43 stig í fjórða og síðasta leikhluta.
Álagið dreifðist jafnt og þétt yfir liðsmenn Denver í nótt en sjö leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Stigahæstir í liði Denver voru þeir Chaunsey Billups og J.R. Smith sem báðir settu 24 stig hjá Denver. Í liði Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 34 stig og 7 fráköst.
Hjá Denver í nótt var Kenyon Martin með 15 fráköst, Chris Andersen tók 14 og Nene tók 13. Þar með varð Denver Nuggets fyrsta liðið í NBA deildinni síðan árið 1994 til þess að hafa þrjá leikmenn í sínum röðum sem tóku 13 fráköst eða fleiri í einum leik í úrslitakeppninni. Utah Jazz lék þetta áður gegn Denver árið 1994 en sá leikur fór í tvöfalda framlengingu.
Fimmti leikur Lakers og Denver fer svo fram í Staples Center miðvikudaginn 27. maí.