spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaDeildarmeistarar Ármanns náðu í fyrsta sigurinn

Deildarmeistarar Ármanns náðu í fyrsta sigurinn

Ármann lagði Tindastól í kvöld í fyrstu deild kvenna, 78-66.

Atkvæðamest fyrir Ármann í leiknum var Schekinah Sandja Bimpa með 30 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Henni næst var Jónína Þórdís Karlsdóttir með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir Tindastól var það Chloe Rae Wanink sem dró vagninn með 27 stigum og 5 stoðsendingum. Þá bætti Emese Vida við 19 stigum, 24 fráköstum og 5 vörðum skotum.

Bæði lið hafa nú sigrað einn leik það sem af er móti. Ármann eftir tvo leiki, en Tindastóll eftir þrjá.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -