spot_img
HomeFréttirDarri Hilmarsson í Þór

Darri Hilmarsson í Þór

 
Darri Hilmarsson hefur skrifað undir samning við Þór Þorlákshöfn. Darri er uppalinn KR-ingur en spilaði síðasta tímabil með Hamri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórsara.
Á síðustu leiktíð með Hamri var Darri með 16.3 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik. Vitað var að Darri var í viðræðum við nokkur lið en Þór varð ofaná og hafa nýliðarnir í Iceland Express deild karla því fengið til sín tvo sterka leikmenn í þeim Guðmundi Jónssyni frá Njarðvík og nú Darra Hilmarssyni sem kemur frá Hamri.
Fréttir
- Auglýsing -