10:25
{mosimage}
(Flake í leiknum í gær)
Darrel Flake, leikmaður Skallagríms, segist vilja spila á Íslandi næsta vetur en tekur þó fram að framtíð hans sé óráðin. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
„Það er óvíst hvað tekur við hjá mér núna en ég hef áhuga á því að leika áfram á Íslandi og sækja um ríkisborgararétt.” sagði Flake og bætt við „Íslenska deildin er sterk og sá leikstíll sem íslensk lið leggja áherslu á hentar mér mjög vel. En það er ekkert ákveðið um framtíð mína og ég þarf að ræða við fjölskylduna um framhaldið.”
Flake er að spila sitt þriðja tímabil á Íslandi en hann hefur áður leikið með KR og Fjölni.
Heimild: Morgunblaðið
Mynd: Svanur Steinarsson – [email protected]