Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í gær þar sem Íslendingaliðin Værløse BBK og Aabyhøj IF unnu góða útisigra. Aabyhøj IF lagði Horsholm 79ers og Axel Kárason og félagar í Værløse BBK unnu Falcon.
Falcon 62-74 Værløse BBK
Axel Kárason var sem fyrr í byrjunarliði Værløse BBK og skoraði 9 stig á tæpum 33 mínútum. Þá var kappinn einnig með 10 fráköst og 2 stolna bolta. Eftir sigurinn í gær er Værløse BBK í 6. sæti dönsku deildarinnar með fjóra sigra og sjö tapleiki.
Hørsholm 79ers 84-87 Aabyhøj IF
Ólafur J. Sigurðsson gerði 13 stig í liði Aabyhøj, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Guðni Heiðar Valentínusson kom einnig við sögu og skoraði 2 stig á tæpum fjórum mínútum og tók 2 fráköst. Þjálfarinn Arnar Guðjónsson hefur væntanlega verið sáttur með dagsverkið en Aabyhøj er í 4. sæti deildarinnar með sex sigra og fjóra tapleiki.
Mynd/ Arnar Guðjónsson er með Aabyhøj í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.