A-landslið Íslands mætir Dönum kl. 18:00 í kvöld á Norðurlandamótinu sem nú fer fram í Sundsvall í Svíþjóð. Íslenska liðið hefur mátt þola ósigur í tveimur fyrstu leikjum mótsins gegn heimamönnum í Svíþjóð og svo gegn sterku liði Finna.
Andstæðingar okkar í kvöld eru Danir en þessar þjóðir hafa eldað saman grátt silfur í körfunni síðustu ár. Komið er í ljós að Jón Arnór Stefánsson verður ekki meira með Íslandi á mótinu en hann meiddist á öxl eftir þriggja mínútna leik gegn Svíum.
Mynd/ KKÍ.is – Logi Gunnarsson í leiknum gegn Finnum.