spot_img
HomeFréttirDanielle Rodriquez áfram í bláu

Danielle Rodriquez áfram í bláu

Leikstjórnandinn Danielle Rodriquez mun áfram leika í Dominos deild kvenna á næsta tímabili. Danielle kom til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil og sagði frá því á Twitter síðu sinni fyrr í dag að hún yrði áfram á Íslandi. Samkvæmt heimildum Karfan.is hefur Danielle samið við Stjörnuna um að leika áfram hjá félaginu.

 

Danielle var frábær í liði Stjörnunnar á síðasta tímabili var með 23,4 stig, 9,3 fráköst, 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir liðið sem komst í fyrsta skipti í úrslitakeppni efstu deildar kvenna í körfubolta. 

 

Stjarnan heldur sama kjarna frá síðasta tímabili auk þess sem Pétur Már Sigurðsson mun þjálfa liðið áfram. Danielle var mikill leiðtogi fyrir lið Stjörnunnar á síðasta tímabili og verður gaman að sjá hvort Stjörnuliðið nái að byggja ofan á síðasta tímabil og gera enn betur í ár.

 

Fréttir
- Auglýsing -