spot_img
HomeFréttirDaníel segir skilið við Garðabæinn: Nám í Svíþjóð næst á dagskrá

Daníel segir skilið við Garðabæinn: Nám í Svíþjóð næst á dagskrá

Daníel Guðni Guðmundsson leikur ekki með silfurliði Stjörnunnar í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Daníel vann sig inn í byrjunarlið Stjörnunnar á síðustu leiktíð og var einn af lykilmönnum liðsins í úrslitakeppninni. Nú heldur kappinn á önnur mið þar sem hann hyggur á mastersnám í Íþróttafræðum í Lundi í Svþjóð.
,,Ég ætla mér að taka Íþróttasálfræði næstu tvö árin í Lundi í Svíþjóð. Mjög spenntur fyrir því og búinn að skoða þetta nám síðan ég útskrifaðist úr HR,” sagði Daníel sem ætlar að líta í kringum sig þegar út er komið varðandi körfuboltann.
 
,,Varðandi lið þá er ég að fara skoða það hvort að það sé eitthvað spennandi þarna í kring, fer yfir það fljotlega með manni sem kannast nokkuð við Svíann. Ætlunin er að spila og þá á sæmilegu ,,leveli” og halda áfram að þróa mig sem leikmann.”
 
Hvernig líst honum svo á silfurlið Stjörnunnar sem hann kveður að sinni?
 
,,Mér líst ágætlega á Stjörnuna fyrir næsta tímabil, ánægjulegt að þeir fengu Teit til þess að halda áfram og ég tel að hann sé rétti maðurinn til þess sigla liðinu enn lengra. Svo er búið að semja við Justin aftur sem er öllum hnútum kunnugur í Garðabæ og langar að ná sér í titilinn eftir að vera nálægt honum nokkrum sinnum. Það er búið að semja við lykilleikmenn sem er ánægjulegt en það eru einhverjar breytingar á hópnum og þá sérstaklega í bakvarðarsveitinni en það kemur víst alltaf maður í manns stað og ég sé Stjörnumenn fallega á næsta tímabili.”
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski
 
Fréttir
- Auglýsing -