spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaDaníel: Innanlands flugi aflýst og pulla í Staðarskála

Daníel: Innanlands flugi aflýst og pulla í Staðarskála

Daníel Andri Halldórsson mun stýra kvennaliði Þórs frá Akureyri í frumraun liðsins í efstu deild allt frá því árið 1978. Þórsarar auðvitað verið með karlalið sitt í efstu deildum hér á árum. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er Daníel harður á því að festa kvennalið Þórs í deildinni.

“Undirbúningur hefur gengið nokkuð vel þó eitthvað sé um meiðsli. Þetta er samt allt að smella hjá okkur og vonandi verður vélin ekki lengi í gang. Við gerðum okkur ferð til Portúgal í lok ágúst en sú ferð nýttist klárlega vel í að verka nýja leikmenn inn í nú þegar þéttan og góðan hóp. Hópurinn í heild sinni er klár. Heimakjarninn okkar helst að mestu leyti og við tökum Maddie, kanann okkar, með okkur upp um deild. Til okkar koma tveir erlendir leikmenn, þær Lore frá Belgíu og Jovi frá Chile ásamt tveimur íslenskum stelpum, henni Huldu Ósk sem hefur verið gríðarlega öflug hjá KR síðustu tvö tímabil og svo nældum við í eina unga og þvílíkt efnilega Rebekku Hólm frá Króknum. Á undirbúningstímabili hefur myndast mikil samkeppni um mínútur og tækifæri sem mun klárlega auka okkar möguleika á flottum árangri í vetur” sagði Daníel í samtali við Karfan.is

Sanngjarnt markmið að enda í efri hluta þegar verður tvískipt

Verandi nýliðar og með reynslu lítið lið í efstu deild þá var Daníel nokku skýr í kröfum á sitt lið og liðsmenn augljóslega sammála honum.

” Liðið var sammála um að sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður tvískipt þykir mjög sanngjarnt markmið. Liðin fyrir sunnan eru ekki vön að keyra lengra heldur en Reykjanesbrautina þannig við viljum læti og kraft í Höllinni á Akureyri – Vonandi verður innanlandsflugi aflýst reglulega í vetur svo liðin fái það gullna tækifæri að fá sér pullu í Staðarskála á leikdegi. Þór Akureyri er eitt stærsta félag landsins og við eigum klárlega að eiga efstu deildar lið í flestum okkar íþróttagreinum, að því sögðu er stefnan mjög skýr hjá félaginu og það er að festa liðið í sessi í Subway deildinni.” sagði Daníel granít harður.

“Það er mikil spenna fyrir þessu tímabili almennt innan hópsins. Mörg okkar uppalin en það er alltaf skemmtilegra að taka þessi skref með uppeldisfélaginu sínu. Við vonumst bara til að sjá sem flesta á fyrsta heimaleiknum. Við eigum harma að hefna gegn Stjörnunni eftir þónokkuð margar viðureignir liðanna á síðasta tímabili! Nýtt lið í úrvalsdeildinni.” sagði Daníel og fyrsti leikur liðsins einmitt á þriðjudag kl 18:15.

Mætt með skítuga sokka á skrifstofur fjölmiðla

En ný og sterkari deild kallar á aðra taktík og nálgun á leiki liðsins og líkast til eitthvað sem Daníel er búin að vera að vinna í með sínu liði.

“Við erum að gjörbreyta bæði varnar- og sóknarleik liðsins frá því á síðasta tímabili sem tilraun til að aðlagast nýrri og sterkari deild. Í fyrra spiluðum við afskaplega hægt en reynum að auka hraðann núna sem mun vera skemmtilegra, bæði fyrir þátttakendur leiks og áhorfendur. Mig grunar að efstu fjögur liðin verði þau hefðbundnu lið. Með fjölgun í deildinni hef ég hins vegar fulla trú á að það verði fleiri spennandi viðureignir og skemmtilegri leikir. Við Þorparar tökum þetta í litlum skrefum, einn leik í einu, leggjum áherslu á samstöðu liðsins í gegnum þetta krefjandi tímabil. Svo vonandi í lok tímabils get ég mætt með skítuga sokka á skrifstofur fjölmiðla sem spáðu okkur neðsta sæti í frumraun okkar. Munið að hafa bílana á góðum dekkjum yfir heiðarnar þegar haldið er norður og farið vel yfir vefsíðu Vegagerðarinnar fyrir brottför.” sagði Daníel sposkur og við þökkum honum fyrir skemmtilegar línur.

Fréttir
- Auglýsing -