spot_img
HomeFréttirDaníel Guðni: Viljum setja góða pressu á andstæðinginn

Daníel Guðni: Viljum setja góða pressu á andstæðinginn

 

Undir 16 ára lið stúlkna heldur til Kisakallio í Finnlandi snemma í fyrramálið til þess að taka þátt í Norðurlandamóti þessa árs. Við heyrðum í þjálfara liðsins, Daníel Guðna Guðmundssyni og spurðum hann aðeins út í hvernig undirbúningurinn hefur gengið og hver séu markmið liðsins á mótinu.

 

Hvernig hefur undirbúningur fyrir mótið gengið?

"Undirbúningur hefur gengið nokkuð vel. Leikmenn hafa æft vel og verið fljótar að tileinka sér þá þætti sem við þjálfararnir höfum lagt upp með. Við spiluðum gegn U15 og U18 sem var hluti af okkar undirbúning og var ég ánægður með það sem ég sá. Þó eru ákveðnir þættir sem við þurfum að skerpa á og hef ég fulla trú á því að við munum ná að gera það." 

 

Hverskonar körfubolta spilar liðið?

"Okkar sýn er að spila mjög fastan varnarleik og við munum leggja upp með að skipta mikið á boltaskrínum. Við viljum setja góða pressu á andstæðinginn og koma þeim úr sínum aðgerðum fljótlega í þeirra sóknarleik. Sóknarlega erum við orðnar nokkuð góðar að hlaupa völlinn og spila hraðan bolta. Við höfum nokkuð gott jafnvægi að sækja að körfunni og skjóta góðum skotum fyrir utan, og treysti ég mínum leikmönnum fullkomlega til að finna alltaf besta skotið í hverri sókn." 

 

Hverjir eru helstu veikleikar/stykleikar hópsins?

"Styrkleikar liðsins liggja í samheldni leikmannana, þær gefast seint upp, eru jákvæðar og sýna fagmennsku í kringum íþróttina. Þegar allir þessir þættir koma saman verður erfitt að stöðva þær. Við verðum að nýta alla styrkleika okkar leikmanna til þess að liðið sýni sínar bestu hliðar. Hversu vel við hlaupum völlinn og erum með góða skotmenn er okkar helsti styrkleiki sóknarlega! Veikleikar okkar eru þeir að við eigum erfitt í frákastabaráttunni þar sem við erum með nokkuð lágvaxið lið, en þá verðum við að leggja meira á okkur þar, og vera fastar fyrir." 

 

Er eitthvað hægt að ráða í styrkleika/veikleika liðanna sem leikið verður gegn?

Hvaða lið á að vera það besta í þessum flokk?

"Við spiluðum gegn Finnlandi og Danmörku á síðasta ári á Copenhagen Invitational, þar sem við áttum nokkuð erfitt uppdráttar gegn þeim. Finnska liðið leit vel út, enda bæði liðin frá þeim léku til úrslita. Við erum þó búnar að taka miklum framförum, og hlakka ég til að sjá hvar við stöndum gegn þessum liðum nú í dag."

 

Hver eru markmið liðsins fyrir mótið?

"Okkar markmið er að vera eins vel undirbúin fyrir mótið og einstaka leiki eins og við getum. Skiljanlega vilja öll lið sem taka þátt í móti sem þessu að vera sigurvegarar, en við nær enga stjórn á því. Við verðum því að horfa á þá hluti sem við höfum fullkomna stjórn yfir, gera þá vel, af hörku og gefa allt í þetta."

 

Leikir liðsins:

Mánudag 26.06 gegn Finnlandi

Þriðjudag 27.06 gegn Noregi

Miðvikudag 28.06 gegn Svíþjóð

Fimmtudag 29.06 gegn Danmörku

Föstudag 30.06 gegn Eistlandi

 

 

 

Liðið skipa:
Alexandra Eva Sverrisdóttir Njarðvík
Andra Björk Gunnarsdóttir Grindavík
Anna Ingunn Svansdóttir Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir KR
Dagrún Inga Jónsdóttir Njarðvík
Eygló Kristín Óskarsdóttir KR
Hrefna Ottósdóttir Þór Akureyri
Ólöf Rún Óladóttir Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar
Sigurbjörg Eiríksdóttir Keflavík
Stefanía Ósk Ólafsdóttir Haukar
Vigdís María Þórhallsdóttir Grindavík

Þjálfari: Daníel Guðni Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Kristjana Eir Jónsdóttir

 

Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá leikjum liðsins hér, sem og verða fréttir daglega af leikjum liðsins inni á karfan.is.

 
Fréttir
- Auglýsing -