spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaDaníel Andri áfram á Akureyri

Daníel Andri áfram á Akureyri

Þór hefur framlengt samning sínum við þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna. Nýr samningur Daníels er til næstu tveggja ára og mun hann því vera með liðið til ársins 2024.

Daníel tók upphaflega við liðinu fyrir síðasta tímabil og skilaði þeim í 5. sæti með 22 stig, en vegna innbyrðisstöðu gegn Hamar-Þór missti liðið af sæti í úrslitakeppninni.

Tilkynning:

Daníel Andri Halldórsson sem þjálfaði kvennalið Þórs í körfubolta framlengdi samning sinn við Þór til næstu tveggja ára. Daníel þreytti frumraun sýna sem þjálfari meistaraflokks þegar kvennalið félagsins mætti á ný til leiks í fyrstu deildinni síðasta vetur eftir tveggja ára fjarveru.

Segja má að frumraun Daníels hafi verið býsna mögnuð en liðið lauk keppni í 5. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Hamar-Þór sem hreppti fjórða sætið.

Fréttir
- Auglýsing -