09:34
{mosimage}
(Daníel t.v. og Ágúst t.h.)
Ágúst Angantýsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir að hafa verið í víking vestanhafs undanfarin ár. Ágúst skrifaði undir samning við Breiðablik í gærkvöldi og mun því leika með Kópavogsliðinu í Iceland Expressdeildinni næsta vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu Breiðabliks, www.breidablik.is
Ágúst lék með Blikum tímabilin 2001-2004 og lék alls um 32 leiki með liðinu. Eftir keppnistímabilið 2004 leit hann við í Vesturbænum og spilaði þar einn vetur. Eftir veruna í röndóttu snéri hann sér að námi í Bandaríkjunum. Ágúst á 4 leiki að baki með landsliði Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri.
Við sama tækifæri endurnýja Daníel Guðmundsson samning sinn við félagið en hann var einn af lykilleikmönnum Blika á síðustu leiktíð með 8,3 stig að meðaltali í 24 deildarleikjum.