Hamar hefur ráðið til sín Bandaríkjamann fyrir komandi átök í 1. deild karla en það er Danero Thomas og hefur komið við sögu hérlendis áður. Thomas hóf síðustu leiktíð með KR en var látinn taka poka sinn með 11,1 stig og 5,0 fráköst að meðaltali í leik.
Thomas fyllir það skarð sem Jerry Lewis Hollis skilur eftir sig í liði Hvergerðinga en hann samdi við Breiðablik á dögunum.