spot_img
HomeFréttirDallas fyrstir til að klára Hornets þessa vertíðina

Dallas fyrstir til að klára Hornets þessa vertíðina

 
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Dallas Mavericks urðu fyrstir þessa leiktíðina til að leggja New Orleans Hornets að velli, lokatölur 98-95. Dallas reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu fjórða leikhluta 29-19. Jason Terry kom sterkur af bekk Dallas og gerði 26 stig en hjá Hornets var Chris Paul með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dirk Nowitzki átti svo flotta tvennu með 25 stig og 10 fráköst.
Með tapi Hornets í nótt er liðið orðið jafnt Lakers á toppi vesturstrandarinnar, bæði með 8-1.
 
Úrslit næturinnar:
 
Charlotte 113-110 Minnesota
Orlando 89-72 Memphis
Phoenix 100-94 Denver
Utah 108-115 Oklahoma City
Golden State 101-97 Detroit
LA Clippers 96-110 New Jersey
 
Fréttir
- Auglýsing -